Skip to main content

Hreyfivika: Líf og fjör í boccia – Myndir

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2013 18:47Uppfært 09. okt 2013 18:48

move week dagur2 0050 webFélagar í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Fljótsdalshéraði, hittast tvisvar í viku í íþróttahúsinu í Fellabæ til að æfa boccia. Æfingin í gær var öllum opin í tilefni Hreyfivikunnar.


Um tíu manna hópur er virkur í boccia hjá félaginu en sjaldnast en ekki mæta allir á allar æfingarnar. Í tilefni vikunnar klæddu menn sig upp í rauðgola boli merkta vikunni.

Sóley Guðmundsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir stjórnuðu æfingunni af röggsemi, dæmdu og tíndu upp flesta boltana að loknum hverjum leik.

Á Seyðisfirði býður íþróttafélagið Viljinn upp á opna boccia æfingu á milli klukkan 12 og 13 á laugardag.

move week dagur2 0052 webmove week dagur2 0059 webmove week dagur2 0064 webmove week dagur2 0069 webmove week dagur2 0075 webmove week dagur2 0080 webmove week dagur2 0082 webmove week dagur2 0083 web