Skip to main content

Hreyfivika: Leikskólinn fór út á völl - Myndir

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. okt 2013 18:32Uppfært 07. okt 2013 18:32

move week leikskoli tjarnarskogur 0023 webNemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.


Eins og góðu íþróttafólki sæmir var byrjað á upphitun en síðan farið út á völl í leiki og í sandgryfjurnar í langstökk.

Hreyfivikan á Fljótsdalshéraðs, sem haldin er í samvinnu íþróttafélagsins Hattar og sveitarfélagsins er hluti af evrópska Move Week verkefninu. Um 1000 mismunandi viðburðir eru haldnir víðsvegar um álfuna.

Markmið verkefnisins er að koma 100 milljónum Evrópubúa í virka hreyfingu fyrir árið 2020 en í dag. Evrópusambandið leggur eina milljón evra til verkefnisins í ár en hreyfingarleysi er að verða eitt helsta vandamálið í vestrænum ríkjum.

„Hreyfingarleysi á meðal Evrópubúa er stærri ógn við lýðheilsu heldur en reykingar. Tveir af hverjum þremur Evrópubúum ná ekki lágmarkinu um hálftíma hreyfingu á dag,“ segir í fréttatilkynningu verkefnisstjórnar.

„Hreyfingarleysi er talið valdur að tveimur milljónum (10%) dauðsfalla á Evrópu á ári.“

ISCA-samtökin annast verkefnisstjórn en Ungmennafélag Íslands fylgir verkefninu eftir hérlendis.

move week leikskoli tjarnarskogur 0013 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0028 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0029 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0043 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0045 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0051 webmove week leikskoli tjarnarskogur 0083 web
move week leikskoli tjarnarskogur 0031 web