Skip to main content

Georg vann Austfjarðartröllið í þriðja sinn

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. ágú 2013 18:50Uppfært 23. ágú 2013 18:51

austfjardatroll1 georg webKraftajötuninn Georg Ögmundsson sigraði í kraftakeppninni Austfjarðatröllinu sem haldin var um síðustu helgi. Sigurinn réðist í síðustu greininni.


Keppendur að þessu sinni voru sjö, þar af þrír frá Svíþjóð. Keppendurnir voru Andri Björnsson, sem varð Vestfjarðavíkingur fyrr í sumar, Úlfur Orri Pétursson, Skúli Ármannsson, Orri Geirsson, David Nyström og Sebastian Davidsson, auk Georgs.

Lokaþrautin var Atlassteinninn á Seyðisfirði. Hann þurfi Georg að taka átta sinnum til að vinna með hálfu stigi sem hann og gerði en hann átti í harðri samkeppni við David og Sebastian. Georg fékk að lokum 62,5 stig, Sebastian 62, David 55,5 og Úlfur Orri 55.

Hafþór Júlíus Björnsson, Austfjarðavíkingur síðasta árs, komst ekki til að verja titilinn en hann er staddur í Kína þar sem keppnin um sterkasta mann heims fer fram.

Myndir: Hilmar Sigurbjörnsson

austfjardatroll2 webaustfjardatrollid georg webaustfjardatroll nystrom webaustfjardatroll sebastian web