Skip to main content

Blak: Jóna Guðlaug snýr heim úr atvinnumennsku

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. ágú 2013 23:21Uppfært 14. ágú 2013 23:28

jona gudlaug vigfusdottir blak bikarmeistari08Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur til Þróttar Neskaupstaðar eftir fimm ára feril í Evrópu sem atvinnumaður í blaki. Leikmannamál Þróttar fyrir komandi keppnistímabil eru að komast á hreint.


Frá þessu er greint á heimasíðu blakdeildar Þróttar. Jóna Guðlaug er uppalin hjá Þrótti en hélt haustið 2008 út til Noregs. Hún spilaði þar í þrjú ár en færði sig síðan yfir til Þýskalands og loks Sviss síðasta vetur þar sem hún lék með VC Kanti sem varð í öðru sæti í keppninni um svissneska meistaratitilinn.

Fyrirliðinn og uppspilarinn, Kristín Salín Þórhallsdóttir og frelsinginn Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir verða áfram í liðinu auk Lilju Einarsdóttur, Hjördísar Mörtu Óskarsdóttur og Erlu Rán Eiríksdóttur sem léku lykilhlutverk í Íslandsmeistaraliðinu í vor. Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir snýr einnig aftur til liðsins eftir árs fjarveru.

Flestir yngri leikmanna liðsins hafa einnig ákveðið að halda áfram. Fjórir leikmenn hverfa á braut og munar þar sennilega mestu um Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Lauren Laquerre sem voru í byrjunarliðinu sem varð meistari. Sunna Júlía Þórðardóttir og Sæunn Skúladóttir hafa einnig ákveðið að yfirgefa herbúðir Þróttar.

Fyrr í sumar framlengdi þjálfarinn, Matthías Haraldsson, samning sinn við Þrótt. Hann er jafnframt landsliðsþjálfari kvenna.