Eysteinn hættur hjá Hetti
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. júl 2013 20:18 • Uppfært 08. júl 2013 22:59
Eysteinn Húni Hauksson er hættur sem þjálfari annarrar deildar liðs Hattar í knattspyrnu karla. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við.
Þetta staðfesti Gunnlaugur Guðjónsson, gjaldkeri rekstrarfélags Hattar, í samtali við Austurfrétt í kvöld. Leikmönnum var tilkynnt þetta á æfingu klukkan átta.
Gunnlaugur segir Eystein og stjórnina hafa sest niður, farið yfir málin og þetta verið niðurstaða þess fundar. Þetta hafi verið vilji meirihluta stjórnar og Eysteinn verið tilbúinn að stíga til hliðar.
Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við en Birkir Pálsson, fyrirliði liðsins, stýrði æfingunni í kvöld.
Eysteinn tók við liðinu eftir tímabilið 2010. Fyrsta sumarið undir hans stjórn fór liðið upp í fyrstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það féll þaðan strax aftur. Liðið hefur byrjað illa á þessu sumri og ekki unnið leik í fyrstu tíu umferðunum.