Skip to main content

Fimm Norðfirðingar fulltrúar Austurlands á Smáþjóðaleikunum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2013 15:16Uppfært 30. maí 2013 09:08

Þróttur Neskaupsstað í úrslitumFjórir leikmenn Þróttar Neskaupstaðar eru í íslensku landsliðunum í blaki sem hófu keppni á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag. Fleiri leikmenn liðanna eiga ættir að rekja til Norðfjarðar þótt þeir séu ekki á mála hjá Þrótti.


Í kvennalandsliðinu eru þær Erla Rán Eiríksdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir en Hulda Elma var í vetur valinn leikmaður ársins í Mikasa-deild kvenna. Þá er Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, þjálfari kvennalandsliðsins.

Liðið hóf keppni á leikunum gegn Kýpur í morgun og tapaði 3-0.

Áður hafði liðið siplað í forkeppni HM í fyrsta sinn. Liðið var í riðli með Lettlandi, Eistlandi og Litháen og tapaði öllum leikjum sínum.

Valgeir Valgeirsson er fulltrúi Norðfirðinga í karlalandsliðinu. Liðið spilaði gegn Kýpur í dag og tapaði 3-0 líkt og kvennalandsliðið.

Þá var karlaliðið í forkeppni HM og lék gegn Grikklandi, Noregi og Svíþjóð. Það tapaði leikjunum þremur.