Skip to main content

Viðar Örn: Við spilum ekki svona tvo leiki í röð

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. apr 2013 22:39Uppfært 05. maí 2013 23:50

karfa_hottur_hamar_des12_0086_web.jpgHöttur tapaði fyrsta leik símum gegn Hamri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik 86-73. Leikurinn tapaðist í þriðja leikhluta.


Höttur leiddi í byrjun leiks, var 21-22 yfir eftir fyrsta fjórðung og 38-40 í hálfleik. Mestur varð munurinn sjö stig, 23-30 snemma í öðrum leikhluta.


Eftir leikhlé tók að síga á ógæfuhliðina. Eftir að staðan var 48-47 skoraði Hamar ellefu stig í röð og komst í 59-47. Í lok leikhlutans var staðan 66-51.

Munurinn var orðinn fljótlega orðin sautján stig og loks tuttugu, 77-57 um miðjan fjórða leikhluta. Sigurinn var þar með orðinn heimamanna. 

„Við misstum haus í þriðja leikhluta og hentum þessu frá okkur þar,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Annar leikur liðanna verður á Egilsstöðum annað kvöld klukkan 18:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit um laust sæti í úrvalsdeild þannig að ljóst er að fyrir Hattarmenn er að duga eða drepast á morgun.

Viðar segir að liðið sé strax tilbúið í næsta leik. „Við breytum engu stórkostulegu. Við spilum ekki svona tvisvar í röð.“

Austin Bracey var stigahæstur Hattarmanna með 26 stig.