Setti nýtt Íslandsmet í snörun
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. jún 2015 11:15 • Uppfært 07. jún 2015 10:18
Bjarmi Hreinsson, lyftingamaður frá Egilsstöðum, sló nýverið Íslandsmetið í snörun í 94 kg flokki karla á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum.
Bjarmi snaraði upp 132 kílógrömmum í þriðju tilraun í keppninni. Hann hafði áður lyft 125 kg en mistekist við 129 kg.
Þá setti Bjarmi einnig Íslandsmet í mesti þyngd sem lyft er í snörun og jafnhendingu, en hann lyfti 152 kg í jafnhöttun og þar með alls 284 kg.
Bjarmi setti Íslandsmet, 152 kg, í jafnhendingu í janúar en Guðmundur Högni Hilmarsson sló það í lok apríl á Evrópuleikum smáþjóða.
Bjarmi keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur en hann æfir þar meðfram námi í höfuðborginni. Hann keppti áður með Hetti í frjálsum og gat sér gott orð í kastgreinum, líkt og faðir hans, Hreinn Halldórsson.