Hart tekist á í Íslandsglímunni – Myndir
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. apr 2015 11:59 • Uppfært 17. apr 2015 12:00
Glímufólk safnaðist saman á Reyðarfirði síðasta laugardag þar sem fram fór Íslandsglíman, Grunnskólamót Glímusambandsins, Sveitaglíma Íslands og hóf þar sem slétt 50 ár voru liðin frá stofnun sambandsins.
Reyðfirðingar, sem keppa undir merkjum UÍA, voru þar afar áberandi og sigursælir en allir þeir sem komust á verðlaunapall í Íslandsglímunni eru aldir upp hjá UÍA.
Í hófinu eftir keppnina fengu tveir Reyðfirðingar starfsmerki Glímusambandsins fyrir vel unnin störf. Atli Már Sigmarsson fékk bronsmerki en hann hefur meðal annars setið í stjórn sambandsins og var meðal dómara á laugardaginn.
Ásmundur Ásmundsson fékk hins vegar gullmerki en hann hefur starfað í áratugi fyrir glímuna á Reyðarfirði.
Myndir: Jóhannes Pétur Héðinsson og Ketill Hallgrímsson.











































































