Skip to main content

Blak: Karlaliðið tapaði fyrsta leik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. apr 2015 16:48Uppfært 09. apr 2015 16:48

blak throttur ka kk 14032015 0033 webKarlalið Þróttar í blaki steinlá í fyrsta leik undanúrslita Íslandsmótsins gegn Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi. Liðin mætast aftur á morgun.


Stjarnan vann 3-0 eða í hrinum talið 25-23, 25-17 og 25-19. Stigahæstur Þróttara var Valgeir Valgeirsson með tíu stig.

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit en liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað klukkan 20:00 annað kvöld.

Kvennaliðið hefur keppi á laugardag en það mætir deildar- og bikarmeisturum Aftureldingar.