Skip to main content

Fjórar frá Þrótti með kvennalandsliðinu í blaki á Ítalíu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. apr 2015 18:39Uppfært 02. apr 2015 18:41

blak throttur ka kvk 14032015 0016 webFjórir leikmenn Þróttar eru í A-landsliði kvenna og U-19 ára landsliðinu sem dvelja á Ítalíu um páskana við æfingar og undirbúning fyrir Smáþjóðaleikana í sumar.


Alls var farið út með 18 manna landsliðshóp á þriðjudagsmorgun, níu í hvoru liði.

Í U-19 ára liðinu eru þær María Rún Karlsdóttir, Særún Birta Eiríksdóttir og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir en Lilja Einarsdóttir í A-landsliðinu.

A-landsliðið tekur þátt í æfingamóti með landsliði San Marino og ítölsku neðrideildarliði en U-19 ára liðið spilar 6-7 leiki í mótinu Easter Volley. Til leiks mæta 90 liðs víðs vegar að úr heiminum.