Skip to main content

B-lið Hattar hampaði Bólholtsbikarnum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. mar 2015 15:57Uppfært 30. mar 2015 16:04

bolholtsbikarinn 2015 0034 webB-lið Hattar fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik en úrslitakeppnin fór fram á Egilsstöðum í gær.


Höttur og Ásinn mættust í afar spennandi úrslitaleik sem Höttur vann 47-46. Liðsmenn Ássins fengu tvö skotfæri í síðustu sókninni en klikkuðu í bæði skiptin og Hattarmenn fögnuðu ákaft. Liðin tvö urðu efst og jöfn í deildakeppninni í vetur með tólf stig.

Lið Hattar er skipað yngri leikmönnum sem ýmist hafa verið á varamannabekknum hjá meistaraflokki eða eru enn í yngri flokkum. Samkvæmt reglum keppninnar máttu leikmenn ekki hafa spilað meira en 60 mínútur með meistaraflokki í vetur til að vera gjaldgengir.

Varamenn meistaraflokks dreifðust niður á fleiri lið í utandeildinni, þar með talið Ásinn. Eins voru þaðan leikmenn í Sérdeildinni sem varð í þriðja eftir 73-41 sigur á Austra.

Á milli leikja var keppt í þriggja stiga keppni sem Einar Bjarni Helgason, leikmaður Hattar, sigraði.