Austri vann stigabikarinn á Hennýjarmótinu í sundi
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. mar 2015 14:24 • Uppfært 17. mar 2015 14:28
Hennýjarmótið í sundi fór fram í sundlaug Eskifjarðar um helgina. Mótið hefur verið haldið árlega til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011.
Tæplega fimmtíu keppendur tóku þátt í ár og komu þeir frá Austra, Þrótti, Hetti og Neista. Austri vann stigabikarinn með yfirburðum en Þróttur hafnaði í öðru sæti.
„Henný var mikil sundkona og mótið er haldið til þess að heiðra minningu hennar. Veðrið á sunnudaginn var fallegt og það ríkir alltaf mikill samhugur um að gera það sem glæsilegast og best á hverju ári," segir Hildigunnur Jörundsdóttir, formaður sunddeildar Austra.