Skip to main content

Yfir sextíu keppendur frá Hetti á Íslandsmóti í hópfimleikum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. mar 2015 15:53Uppfært 03. mar 2015 16:11

fimleikar hottur februar15Fimleikadeild Hattar átti 63 keppendur á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem haldið var í Kópavogi fyrir skemmstu. Öll lið félagsins voru í A-deild.


Keppendur Hattar voru á aldrinum 9-17 ára og hluti þeirra var að taka þátt í sínu fyrsta móti á vegum Fimleikasambandsins.

Á haustmóti sambandsins er raðað niður í deildir eftir árangri og að þessu sinni náðu öll Hattarliðin inn í A-deild.

Bestum árangri náðu lið Hattar 9 ára og 14-15 ára sem urðu í 2. sæti, lið Hattar í flokkum 10-11 ára og 12-13 ára urðu í 3. sæti og 13-17 ára liðið í 6. sæti.

Ferðin var einnig nýtt til æfinga í sérhæfðum fimleikahúsum á höfuðborgarsvæðinu