Skip to main content

Íþróttir helgarinnar: Höttur getur tryggt úrvalsdeildarsæti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. feb 2015 09:00Uppfært 26. feb 2015 23:33

karfa hottur breidablik jan15 0083 webHöttur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð þegar liðið heimsækir Hamar í kvöld.


Átta stig skilja liðin að fyrir leik kvöldsins en Hamarsliðið á leiki til góða á Hött. Á milli þeirra er FSu með tveimur stigum meira en Hamar en leik meira.

Sunnanliðin geta aðeins náð Hetti að stigum með að vinna sína síðustu leiki en Höttur þarf aðeins að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til að fara beint upp. Tveir þeirra eru gegn Hamri og FSu.

Karlalið Þróttar í blaki heimsækir Fylki í Árbænum í kvöld. Þróttur er að berjast um þriðja sæti deildarinnar við KA sem á leiki til góða.

Fjarðabyggð leikur þriðja leik sinn í Lengjubikar karla og fær Keflavík í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina klukkan 13:00 á sunnudag. Fjarðabyggð vann Hauka 1-3 um síðustu helgi.