Skip to main content

Körfubolti: Leik Hattar og Þórs frestað

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2015 16:07Uppfært 06. feb 2015 16:07

karfa hottur breidablik jan15 0065 webLeik Hattar og Þórs í fyrstu deild karla í körfuknattleik sem vera átti í kvöld hefur verið frestað til morguns.


Flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur liggur niðri vegna óveðurs og því komust dómararnir ekki í leikinn.

Nýr leiktími er klukkan 15:00 á morgun.

Höttur er í efsta sæti deildarinnar með átta stiga forskot en Þór er á botninum. Meðal leikmanna Þórs er Bandaríkjamaðurinn Frisco Sandidge sem spilaði áður með Hetti.