Skip to main content

Íþróttir helgarinnar: Þróttur berst við Stjörnuna um annað sætið

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jan 2015 14:34Uppfært 23. jan 2015 16:28

blak throttur hk kvk jan15 jgKarlalið Þróttar í blaki mætir Stjörnunni á morgun en segja má að liðin berjist um annað sæti Mizuno-deildarinnar. Körfuknattleikslið Hattar fær Breiðablik í heimsókn um helgina í leikjum sem skipta miklu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti næsta vetur.


Kvennalið Þróttar leikur tvo leiki um helgina gegn toppliði Aftureldingar. Fyrri leikurinn verður klukkan 20:00 í kvöld en sá seinni klukkan 13:30 á laugardag.

Karlaliðið tekur á móti Stjörnunni sem er í öðru sæti með aðeins eins stigs forskot. Í síðustu viðureign liðanna vann Þróttur Nes í Garðabænum í gríðarlega spennandi fimm hrinu leik þar sem þrjár hrinur fóru í framlengingu og má er því von á hörkuleik sem hefst klukkan 12:00 á laugardag.

Höttur, sem er á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik, tekur á móti Breiðabliki í tveimur leikjum um helgina. Fjarðaál býður áhorfendum á fyrri leikinn á morgun sem hefst klukkan 15:00.

„Það er gaman að geta stutt við gott íþróttastarf hér á Austurlandi og vonandi verður þetta til þess að troðfylla stúkuna hjá Hattarstrákunum. Líklega veitir ekkert af hvatningu sem þessari daginn eftir þorrablót á Egilsstöðum," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðáls.

Seinni leikurinn verður klukkan 13:00 á sunnudag.