Skip to main content

Viðar þjálfar Leikni áfram

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2014 10:54Uppfært 18. nóv 2014 10:59

fotbolti einherji leiknir 15082014 0010 webViðar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning til næstu tveggja ára sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Leikni. Fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson var útnefndur leikmaður ársins á uppskeru hátíð félagsins.


Viðar tók við þjálfun liðsins skömmu fyrir Íslandsmótið í vor og stýrði því upp í aðra deild. Um leið skrifuðu tíu leikmenn liðsins undir nýja samninga auk þess að Almar Daði Jónsson gekk aftur til liðs við félagið eftir að hafa spilað með Fjarðabyggð í sumar.

Skrifað var undir samningana á uppskeruhátíð Leiknis á sunnudag. Þar voru útnefndir leikmenn ársins. Björgvin Stefán var bæði valinn knattspyrnumaður ársins hjá Leikni og íþróttamaður félagsins en Kristófer Páll Viðarsson, sonur Viðars þjálfara, var valinn efnilegastur þriðja árið í röð.

Þá fengu bestu leikmenn yngri flokka félagsins viðurkenningar sem hér segir:

5. flokkur kvenna - Heiðbrá Björgvinsdóttir og Malen Valsdóttir
4. flokkur kvenna - Elísbet Eir Hjálmarsdóttir
4. flokkur karla - Kifah Moussa Mourad
3. flokkur kvenna - Brynja Rún Steinþórsdóttir
3. flokkur karla - Garðar Logi Ólafsson
2. flokkur karla - Unnar Ari Hansson