Skip to main content

Tveir austfirskir blakmenn í U-19 ára landsliði Íslands

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. okt 2014 17:33Uppfært 14. okt 2014 17:34

blak throttur umfa 22042014 0004 webRagnar Ingi Axelsson og María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað spila um þessar mundir með íslenska U-19 ára landsliðinu á blaki sem fram fer í Danmörku.


María Rún hefur fest sig í sessi í ungu liði Þróttar í fyrstu leikjum liðsins á Íslandsmótinu og verið í hópi stigahæstu leikmanna þar.

Bæði tvö hafa áður tekið þátt í landsliðsverkefnum.

Mótið hófst í dag og spilað verður áfram á miðvikudag og fimmtudag. Til leiks mæta lið úr norður Evrópu.