Skip to main content

Góður árangur Gleipnismanna á fyrsta móti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. ágú 2014 09:58Uppfært 19. ágú 2014 11:03

glima gleypnir agust14 webFélagar úr Gleipni – Fangbragðafélagi náðu ágætum árangri á sínu fyrsta móti í brasilísku jiujitsu fyrir skemmstu. Ekki er vitað til þess að Austfirðingar hafi áður keppt í greininni.


Þeir Tummas Jákup Elíasson, Sölvi Baldursson og Brynjar Freyr Jónsson tóku þátt í mótinu og voru skráðir til leiks hver í sínum þyngdarflokknum.

Þeir unnu samanlagt þrjár glímur en lengst náði Brynjar Freyr sem varð annar í sínum þyngdarflokki eftir að hafa tapað úrslitaglímu.

„Þeir stóðu sig allir mjög vel og glímdu af miklum ákafa allan tíman óháð stigum. Það var alltaf reynt að glíma til sigurs," segir Arnar Jón Óskarsson, leiðbeinandi hjá Gleipni.

Félagið, sem nefnt er eftir galdrakeðjunni sem heldur Fenrisúlfi, var hefur haldið úti reglulegum æfingum síðan í september sem fjórtán félagar hafa sótt. Í sumar hefur verið æft fjórum sinnum í viku.

Mótið var haldið á vegum VBC Sportscenter í Kópavogi.

Brynjar Freyr á palli, lengst til vinstri. Mynd: VBC Sportscenter