Skip to main content

Sigurður Donys: Erum komnir í úrslitakeppni um að halda sætinu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. ágú 2014 01:14Uppfært 16. ágú 2014 01:14

fotbolti einherji leiknir 15082014 0090 webSigurður Donys Sigurðsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Einherja, segir sérhvern leik sem liðið á eftir af Íslandsmótinu vera orðinn að úrslitaleik um hvort liðið haldi sæti sínu í þriðju deild. Liðið tapaði illa fyrir Leikni Fáskrúðsfirði á heimavelli í gærkvöldi.


„Við leggjum þessa fjóra leiki sem eftir eru upp sem úrslitakeppni. Við verðum bara að vinna þá," sagði Sigurður Donys í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Liðið á eftir einn heimaleik, gegn Víði í næst síðustu umferð en þrjá útileiki. Leikurinn í kvöld hefði ekki getað byrjað verr fyrir Einherjamenn sem fengu á sig fyrsta markið af fjórum 24 sekúndum eftir að flautað var til leiks.

„Við fengum mark beint í andlitið og eftir það varð leikurinn mjög erfiður. Þetta var langt í frá það sem við ætluðum að gera.

Við vorum peppaðir vel upp fyrir leik en það mistókst því við þurfum að vera peppaðir í eiknum en ekki bara fyrir hann. Svona hefur sagan því miður verið í sumar."

Liðið hefur aðeins skorað 16 mörk, átta mörkum minna en það lið sem hefur skorað næst fæst mörk í deildinni.

„Það er rosalega erfitt að skora þegar við framherjarnir fáum ekki meira úr að moða frá miðjunni. Auðvitað verðum við framherjarnir að skora en það hefur ekki gengið upp."