Skip to main content

Biðlisti á golfmót Neistaflugs

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. júl 2014 10:47Uppfært 31. júl 2014 10:47

golf staticBiðlisti hefur myndast á árleg golfmót Golfklúbbs Norðfjarðar og Síldarvinnslunnar sem haldið er á Grænanesvelli á Norðfirði um helgina í tilefni af Neistaflugi.


Skipuleggjendur sendur frá sér tilkynningu þess efnis strax á þriðjudag en þá voru komnir 112 þátttakendur af öllu landinu.

Síðan hefur verið tekið við nöfnum á biðlista og leitað eftir staðfestingu um hvort einhverjir sem hafi skráð sig geti ekki mætt.

Mótið sjálft fer fram á laugardag en kylfingum gefst tækifæri á að æfa sig á vellinum á morgun.