Skip to main content

Treyjan hans Gylfa afhent

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2014 17:10Uppfært 29. júl 2014 17:10

vhe treyja hottur kffVHE átti hæsta boð í áritaða treyju Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Tottenham og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, á uppboði til styrktar 6. flokki Hattar/Fjarðabyggðar.


Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, tók nýverið við treyjunni fyrir hönd fyrirtækisins. Upphæðinni var skipt jafnt milli félaganna sem notuðu hana til ferðar á Shellmótið í Vestmannaeyjum.

Höttur var að senda lið á mótið í þriðja sinn en Fjarðabyggð í annað skiptið.

Mótið hefur verið haldið í Vestmannaeyjum í 30 ár og er eitt glæsilegasta knattspyrnumóts landsins en þangað mættu alls 108 lið frá 33 félögum að þessu sinni.