Atli Gunnar valinn íþróttamaður Hugins
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. júl 2014 10:13 • Uppfært 10. júl 2014 10:14
Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður meistaraflokks Hugins í knattspyrnu, var útnefndur íþróttamaður Seyðisfjarðar fyrir skemmstu.
Atli Gunnar er 21 árs gamall og lék fyrsta meistaraflokksleikinn aðeins 16 ára gamall. Hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu þrjú sumur. Hann hefur einnig stundað skíði.
Íþróttamaður úr röðum Hugins fær árlega sérstaka viðurkenningu fyrir íþróttaiðkun sína. Um er að ræða farandbikar, en auk hans fær íþróttamaður Hugins til eignar minni grip til merkis um nafnbót sína.
Að þessu sinni var kjörið í höndum íbúa Seyðisfjarðar.