Knattspyrna: Toppslagur Austfjarðaliðanna í kvöld
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. júl 2014 14:42 • Uppfært 03. júl 2014 14:43
Huginn og Fjarðabyggð mætast annarri deild karla í knattspyrnu á Eskifjarðarvelli í kvöld. Sumarið hefur byrjað vel hjá báðum liðunum.
Fjarðabyggð er efst í deildinni með nítján stig úr átta leikjum. Liðið vann Fjallabyggð á útivelli um síðustu helgi 0-3 og náði toppnum með að hrinda Gróttu þaðan í burtu með 3-2 sigri á Eskifirði þar á undan.
Tveimur stigum munar á liðunum í dag sem hafa slitið sig heldur frá liðunum í þriðja til áttunda. Eitt þeirra er Huginn sem er í sjötta sæti með þrettán stig.
Seyðfirðingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum en tóku sig svo til og unnu fjóra leiki í röð. Þeir töpuðu loks fyrir Ægi á útivelli og gerðu svo 2-2 jafntefli á heimavelli á laugardag gegn Dalvík/Reyni.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.