Viðar Örn framlengir samning sinn við Hött
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. júl 2014 14:55 • Uppfært 02. júl 2014 14:56
Viðar Örn Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Hetti um tvö ár. Þrír byrjunarliðsmenn frá síðustu tímabilum hafa skipt yfir í úrvalsdeildarlið.
Viðar er einnig yfirþjálfari deildarinnar og stýrir starfi yngri flokka. Hann hefur þjálfað meistaraflokk síðustu þrjú keppnistímabil og alltaf komist í úrslitakeppni fyrstu deildar.
Ljóst er þó að miklar breytingar verða á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð. Bakvörðurinn Austin Bracey er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Snæfells og framherjarnir Eysteinn Bjarni Ævarsson og Andrés Kristleifsson í Keflavík.