Skip to main content

Óðinn Björn kastaði lengst á Strandamanninum sterka - Myndir

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. júl 2014 14:01Uppfært 02. júl 2014 14:02

strandamadurinn sterki 0003 webKúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson náði bestum árangri á frjálsíþróttamótinu Strandamaðurinn sterki sem fram fór á Egilsstöðum fyrir skemmstu.


Mótið var kennt við Hrein Halldórsson og haldið af honum í samvinnu við UÍA. Óðinn Björn, sem keppir fyrir Ármann, kastaði 7,26 kg. kúlunni 17,89 metra. Í flokki 18-19 ára þar sem kastað er 6 kg kúlu sigraði Guðni Valur Guðnason úr ÍR, með kasti upp á 16,51 metra.

Í spjótkasti karla sigraði Guðmundur Sverrisson frá ÍR en hann kastaði lengst 77,95 metra. Þjálfari hans er Einar Vilhjálmsson.

Í kringlukasti karla sigraði Sindri Lárusson með kasti upp á 42,69 metra. Í flokki 18-19 ára vann Guðni Valur með kasti upp á 49,07 metra, en kringlan er léttari í þeim aldursflokki.

Aðaláhersla mótsins var á kastgreinar en einnig var keppt í stökkum og hlaupum. Skipuleggjendur eru ánægðir með mótið enda fengu þeir gott veður. Þetta var í fyrsta skipti sem mótið fer fram og vonast er til þess að það stækki með árunum.

Austurfrétt leit við og fangaði átökin í kúluvarpskeppninni þar sem Atli Sverrisson var fulltrúi Austfirðinga.

strandamadurinn sterki 0013 webstrandamadurinn sterki 0016 webstrandamadurinn sterki 0018 webstrandamadurinn sterki 0028 webstrandamadurinn sterki 0031 webstrandamadurinn sterki 0035 webstrandamadurinn sterki 0039 webstrandamadurinn sterki 0041 webstrandamadurinn sterki 0058 webstrandamadurinn sterki 0067 web