Skip to main content

30 krakkar skráðir á æskulýðsdaga Blæs

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jún 2014 17:44Uppfært 12. jún 2014 17:45

blaer aeskulydsdagar 2012Hestamannafélagið Blær á Norðfirði heldur sína árlegu æskulýðsdaga á Kirkjubólseyrum um helgina. Dagskrá hefst í fyrramálið og eru 30 krakkar skráðir til leiks.


Reiðkennari þetta árið er Reynir Atli Jónsson. Allir krakkar að 18 ára aldri sem geta útvegað sér reiðskjóta eru velkomnir.

Á æskulýðsdögum dvelja þátttakendur á félagssvæðinu allan tímann og gista í tjöldum ef veður leyfir en annars í félagshúsinu. Ekki þarf að taka með sér nesti og þátttaka er ókeypis.

Ýmislegt skemmtilegt verður á dagskrá með hestamennskunni, farið verður í sund, ýmiskonar hópastarf, óvissuferð, grillað, haldnar kvöldvökur o.fl.

Þórhalla Ágústsdóttir, æskulýðsfulltrúi Blæs, segir að bæði vanir og óvanir séu skráðir til leiks og búast megi við miklu fjöri.

Þetta sé í fyrsta sinn sem hestamannafélagið heldur æskulýðsdaga með nýja fullbúna reiðhöll á staðnum svo ekki muni væsa um börnin.

Frá æskulýðsdögum Blæs 2012. Mynd: Hestamannafélagið Blær