Skip to main content

Leikir helgarinnar: Fjarðabyggð tekur á móti Völsungi

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jún 2014 14:28Uppfært 06. jún 2014 14:30

leiknir kff fotbolti 14092013 0024 webAðeins einn leikur verður á austfirskum knattspyrnuvöllum um helgina en Fjarðabyggð tekur á móti Völsungi í annarri deild karla. Liðin leika annars á útivelli.


Leikurinn er fyrsti heimaleikur Fjarðabyggðar á grasvellinum á Eskifirði í sumar en fyrri heimaleikirnir tveir hafa verið spilaðir á gervigrasinu í Neskaupstað. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Huginn reið á vaðið af austfirsku liðunum og lék fyrsta heimaleikinn á grasi um síðustu helgi. Liðið mætir Reyni í Sandgerði klukkan 14:00 á morgun.

Á sama tíma verður leikið í þriðju deild karla. Einherji heimsækir Grundarfjörð, Höttur Bergserki á Víkingsvöll í Reykjavík og Leiknir FSR á Hvolsvelli.

Kvennalið Sindra og Fjarðabyggðar mætast á Hornafirði á þriðjudagskvöld.