Skip to main content

Opið Austurlandsmót í Bogfimi

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2014 15:07Uppfært 16. maí 2014 15:08

bogfiminamskeid skaust 0004 web
Fyrsta opna Austurlandsmótið í bogfimi verður haldið í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á morgun. Skipuleggjendur mótsins segja markmiðið að byggja upp mót á alþjóðavísu.


Bogfimi nýtur vaxandi vinsælda á Austurlandi jafnt sem Íslandi. Rúmt ár er síðan byrjað var að stunda greinina á vegum Skotfélags Austurlands (SKAUST) og í kjölfarið fylgdi Skotfélagið Dreki. Félögin standa saman að mótinu á morgun.

„Við viljum koma á stórmóti sem haldið verður á hverju ári,“ segir Bastian Stange hjá Skotfélaginu Dreka. „Markmiðið er ekki bara að laða til okkar íslenska keppendur heldur einnig erlendis frá. Það er markmið okkar í framtíðinni.“

Til leiks á morgun eru skráðir 22 íslenskir bogfimimenn. „Við erum stolt af því að halda þetta mót og hlökkum þegar til þess næsta.“

Mótið á morgun hefst klukkan 12:00 á hádegi og gert er ráð fyrir að það taki um fjóra tíma.