Opinn fyrirlestur með Þráni Hafsteinssyni á æfingabúðum í frjálsíþróttum
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. maí 2014 13:04 • Uppfært 16. maí 2014 14:48
Ungt frjálsíþróttafólk af öllu Austurlandi mun dvelja á Fljótsdalshéraði um helgina og taka þátt í æfingabúðum með Þráni Hafsteinssyni, einum fremsta frjálsíþróttaþjálfara landsins. Æfingabúðirnar eru haldnar að frumkvæði frjálsíþróttadeildar Hattar í samstarfi við frjálsíþróttaráð UÍA.
Þráinn Hafsteinsson er yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR og hefur komið að þjálfun margs af fremsta frjálsíþróttafólki landsins. Það er því mikill fengur fyrir frjálsíþróttafólk á Austurlandi að fá tækifæri til að æfa með honum.
Í kvöld kl. 20:30 mun Þráinn halda opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Grunnskólans á Egilsstöðum um frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga, vöxt og þroska, grunnreglur þjálfunar og að byggja upp og leiða frjálsíþróttastarf í félagi. Aðgangur er ókeypis og allt áhugafólk um frjálsar íþróttir er hvatt til að mæta.
Nánari upplýsingar um búðirnar má finna á vef UÍA.