Íþróttir helgarinnar: Höttur í undanúrslitum Lengjubikars kvenna
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. maí 2014 17:41 • Uppfært 02. maí 2014 17:42
Bikarkeppni karla í knattspyrnu hefst um helgina, Freyfaxi stendur fyrir krakkahelgi og Höttur spilar í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.
Höttur heimsækir KR í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins á morgun klukkan 14:00. Höttur sigraði í norðausturriðli. Liðið sem hefur betur mætir annað hvort Álftanesi eða Tindastóli í úrslitum um næstu helgi.
Bikarkeppni karla hefst í kvöld klukkan 19:00 þegar Leiknir tekur á móti Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggð tekur síðan á móti Einherja á Norðfjarðarvelli klukkan 14:00 á morgun.
Hestamannafélagið Freyfaxi stendur á morgun og sunnudag fyrir krakkahelgi á félagssvæði sínu að Stekkhólma. Á sunnudaginn verður meðal annars farið í útreiðartúr en á morgun farið í leiki og keppt á hestunum.