Skip to main content

Afturelding Íslandsmeistari: Uppgjafir réðu úrslitum Íslandsmótsins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. apr 2014 16:34Uppfært 27. apr 2014 16:34

blak throttur umfa 22042014 0065 webÞrótti tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna því liðið tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir óstöðugleika hafa verið liðinu erfiður í vetur.


„Við klikkum á alltof mörgum uppgjöfum, fimmtán í þremur hrinum og þær sem þó fara yfir eru alltof léttar. Á meðan er Afturelding með mjög góðar uppgjafir sem valda okkur vandræðum í móttökunni. Þetta verður hálfgerður vítahringur og réði úrslitum leiksins," sagði Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar í samtali við Austurfrétt eftir leikinn á föstudag.

Þrótti tókst að knýja fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Mosfellsbæ en átti þar dapurt kvöld og tapaði 25-21, 25-15 og 25-23.

Matthías segir óstöðugleika hafa verið helsta vandamál liðsins í vetur. „Einn daginn gátum við spilað eins og Íslandsmeistarar en hinn daginn eins og lið sem hafði nánast aldrei séð blakbolta áður."

Hápunktur tímabilsins var þátttaka í Norðurlandamótinu í nóvember. Eftir það heltust hins vegar tveir leikmenn úr lestinni og það þynnti hópinn.

„Ég tel að við höfum gert það sem við gátum með þann hóp sem við vorum með í vetur, þó við höfum vissulega ætlað að enda á að taka titilinn í fyrradag. Við endum með silfrið en getum gengið frá þessu móti og sagt að við höfum lagt okkur 100% fram og komið fram af virðingu og sæmd."