Blak: Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. apr 2014 09:04 • Lorem ipsum dolor sit amet.
Þróttur og Afturelding mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Mosfellsbæ. Stemmingin er góð í liði Þróttar eftir sigur í síðasta leik.
„Ég hlakka til að taka bikarinn í Mosfellsbæ. Ef við spilum allan leikinn eins og við spiluðum fyrstu tvær hrinurnar í kvöld þá eigum við að vera betri," sagði Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, leikmaður Þróttar, í samtali við Austurfrétt eftir leik liðanna á Norðfirði á þriðjudagskvöld.
Þróttur vann fyrsta leikinn í Mosfellsbæ en Afturelding næstu tvo og hefði getað tryggt sér titilinn í Neskaupstað. Þróttur vann þann leik hins vegar 3-1 og tryggði sér oddaleikinn í kvöld.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á sporttv.is.