Skip to main content

Jón Guðlaug: Hlakka til að taka bikarinn í Mosfellsbæ

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. apr 2014 11:19Uppfært 23. apr 2014 11:19

blak throttur umfa 22042014 0086 webJóna Guðlaug Vigfúsdóttir, leikmaður blakliðs Þróttar, er bjartsýn fyrir oddaleik liðsins gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitil kvenna, í Mosfellsbæ á föstudagkvöld. Hún segir sigur Þróttar í gær eiga að sýna að Þróttarliðið geti klárað oddaleikinn.


„Þessi leikur gekk upp og ofan en við erum klárlega með yfirhöndina þegar við spilum vel," sagði Jóna Guðlaug í samtali við Austurfrétt eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í fjórða leik liðanna í gærkvöldi.

Þróttur þurfti á sigri að halda til að knýja fram oddaleikinn. Liðið hafði undirtökin mest allan tímann í gær þótt Afturelding ynni þriðju hrinu og væri yfir þar til í blálokin í þeirri fjórðu.

Þá snéri liðið leiknum sér í vil. Aftari línan spilaði frábæra vörn og leikmenn liðsins eltu bolta í allar áttir og náðu þeim oft.

„Við vorum óöruggar á kafla en allt í einu var sem við ákváðum að við værum ekki að fara að tapa. Það varð breyting á öllu hugarfari. Maður fann hvernig allir urðu viljugri til að vinna. Okkur fannst nóg komið á okkar heimavelli."

Hreinn úrslitaleikur verður því í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. „Ég hlakka til að taka bikarinn í Mosfellsbæ. Ef við spilum allan leikinn eins og við spiluðum fyrstu tvær hrinurnar í kvöld þá eigum við að vera betri."