Skip to main content

Tvö lið frá Þrótti Íslandsmeistarar í fjórða flokki í blaki

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. apr 2014 14:31Uppfært 10. apr 2014 14:33

throttur blak 4flokkurÞróttur eignaðist um helgina tvö Íslandsmeistaralið í fjórða flokki kvenna í blaki. Send voru sex lið til keppni á Íslandsmeistaramótið í Kópavogi.


Þróttur sendi þrjátíu manna hóp sem lagði af stað á föstudagsmorgni og náði á keppnisstað tólf tímum síðar.

Þétt var spilað á laugardegi og voru stundum fjögur lið frá Þrótti að í einu. Félagið átti tvö lið fjórða flokki stúlkna A og önnur tvö í flokki B-liða, eitt lið í A-flokki pilta og eitt í B flokki pila.

Þróttur eignaðist Íslandsmeistara bæði A og B flokki stúlkna en önnur lið félagsins stóðu sig prýðilega.

Keppni lauk upp úr hádegi á sunnudegi og þá tók við álíka löng ferð heim þangað sem komið var aðfaranótt mánudags.

Mynd: Blakdeild Þróttar