Skip to main content

Höttur mætir Fjölni: Von á köllum í hvítum búningum sem eru tilbúnir að berjast

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. apr 2014 11:39Uppfært 04. apr 2014 11:40

karfa hottur thorak 03032014 0098 webHöttur tekur á móti Fjölni í öðrum leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari Hattar segir liðsmenn tilbúna að leggja allt í sölurnar því annað tækifæri verið ekki í boði.


„Það eru allir 100% heilir og tilbúnir í leikinn," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Liðin mættust í fyrsta leik í Grafarvogi á þriðjudagskvöld sem Fjölnir vann með yfirburðum. „Við höfum farið vel yfir það sem fór úrskeiðis í síðasta leik og hvað við getum gert betur. Síðan er spurningin hvort við náum að fylgja því eftir. Pressan er á okkur. Það er enginn annar séns."

Viðar segir stemminguna „betri en fyrir fyrri leikinn" en leikmenn voru eins og fleiri íbúar Egilsstaða slegnir eftir sviplegt fráfalls nítján ára karlmanns í bæjarfélaginu um síðustu helgi.

Hann lofar áhorfendum mikilli baráttu í kvöld. „Menn mega búast við köllum í hvítum búningum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná settu markmiði. Við höfum stefnt á úrvalsdeildarsætið allt frá því við byrjuðum að æfa síðasta sumar. Við erum enn í góðum séns og ætlum að nýta hann."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á fjolnir.is/tv. Komi til oddaleiks verður hann á heimavelli Fjölnis á þriðjudagskvöld.