Skip to main content

Þrír Austfirðingar í Íslandsmeistaramóti sleðahunda

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. feb 2014 13:40Uppfært 26. feb 2014 13:41

hjordis hilmars seldahundurÞrír Austfirðingar taka þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands sem haldið verður á Mývatni um helgina. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara.


Að austan fara þær Hjördís Hilmarsdóttir, Guðrún Frímannsdóttir og Halla Sóllilja Björnsdóttir en hver þeirra keppir í tveimur greinum.

Hjördís keppir í 5 km sleðadrætti með tvo hunda og 2 km skíðagöngu með einn hund. Guðrún keppir einnig í skíðagöngu með einn hund og 5 km skíðagöngu með tvo hunda.

Sóllilja keppir í unglingaflokki , annars vegar í 1 km sleðadrætti með einn hund og hins vegar 1 km skíðagöngu með einn hund.

Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en það hefur ávallt verið haldið við Mývatn. Skráningar í ár eru 66 og er þetta því stærsta sleðahundamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Nánari upplýsingar um rástíma og mótið má finna á www.sledahundar.is