Íþróttir helgarinnar: Toppslagur í blakinu
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. feb 2014 08:46 • Uppfært 14. feb 2014 09:45
Kvennalið Þróttar heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í toppslag í Mikasa-deild kvenna í blaki á morgun. Karlalið Aftureldingar spilar tvo leiki í Neskaupstað og körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Skagamönnum í kvöld.
Kvennaliðið spilar fyrst gegn Þrótti Reykjavík í Laugadalshöll í kvöld en spilar að Varmá á morgun. Afturelding er efst í deildinni með 26 stig eftir tíu leiki en Þróttur í þriðja sæti með 18 stig úr sjö leikjum.
Karlalið Aftureldingar kemur austur og spilar tvo leiki í Neskaupstað, annan í kvöld en hinn á morgun.
Höttur tekur á móti ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik klukkan 18:30 í kvöld. Höttur er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig í hörðum slag við Fjölni um það þriðja en ÍA í 5. – 8. sæti með tólf stig.