Ríflega tuttugu keppendur glímdu um Aðalsteinsbikarinn
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. jan 2014 14:58 • Uppfært 06. jan 2014 15:00
Tuttugu og tveir keppendur tóku um jólin þátt í Fjórðungsglímu Austurlands sem haldin var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Glímt var í þremur flokkum karla og kvenna.
Mótið gegn vel að sögn mótshaldara og hart barist um verðlaunin. Glímt er um Aðalsteinsbikarinn sem gefinn var í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, glímukappa á Reyðarfirði.
Eftirtaldir unnu bikarana í ár:
Stelpur 10-12 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir
Strákar 10- 12 ára – Leifur Páll Guðmundsson
Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir
Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson
Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir
Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson