Skip to main content

Erna Friðriks fær styrk úr Afrekskvennasjóði

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. des 2013 20:55Uppfært 26. des 2013 20:55

erna fridriksdottir nov13Erna Friðriksdóttir, sem keppir á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Rússlandi í mars, hlaut nýverið hálfa milljón króna styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.


Leikarnir fara fram í Sochi en Erna, sem er hreyfihömluð, keppir þar í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða.

Fyrir leikana æfir Erna í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum. Hún tók þátt í leikunum í Vancouver í Kanada fyrir fjórum árum og setti þá strax stefnuna á Sochi. Hún hefur undanfarið klifið heimslistann jafnt og þétt.

Fjögur verkefni fengu styrki úr sjóðnum að þessu sinni en 67 umsóknir bárust í hann. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.