Skip to main content

Íþróttir helgarinnar: Síðasta umferð fyrir jólafrí

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. des 2013 16:26Uppfært 13. des 2013 16:27

blak throttur hk urslit 02042013 0006 webKvennalið Þróttar í blaki og körfuknattleikslið Hattar leika um helgina síðustu leiki sína fyrir jólafrí. Blakkvennanna bíður sú áskorun að fella efsta lið deildarinnar.


Þróttur tekur á móti Aftureldingu klukkan 13:30 í Neskaupstað á morgun í Mikasa-deild kvenna í blaki. Þrótti hefur gengið vel í vetur en þó ekki jafn vel og Aftureldingu sem ekki hefur tapað hrinu það sem af er hausti. Þótt Þróttur vinni á morgun verður Mosfellsbæjarliðið samt í efsta sætinu um jólin.

Höttur mætir Augnabliki í Kópavogi í fyrstu deild karla í körfuknattleik klukkan 20:45 í kvöld. Augnablik er stigalaust og neðst í deildinni en Höttur er eitt af þeim liðum sem eru jöfn í 3. – 8. sæti með fimm stig.