Skip to main content

Fótbolti: Hrepparígnum eytt með samæfingum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. des 2013 14:21Uppfært 11. des 2013 14:34

fbyggd 5fl klakaholl webÞótt síðustu deildarleikir meistaraflokka Hattar og Fjarðabyggðar í knattspyrnu hafi endað með rauðum spjöldum og blóðugum andlitum er annað uppi á teningnum í yngri flokkum félaganna. Liðin stóðu í gær fyrir sameiginlegri æfingu í fimmta flokki drengja í Fjarðabyggðarhöllinni.


Liðin hituðu saman upp undir handleiðslu Gunnlaugs Guðjónssonar, þjálfara Hattar. Að því loknu var skipt í tvö lið, Hött og Fjarðabyggð undir stjórn Alberts Jenssonar, og spilað.

Heldur færri voru í liðum Fjarðabyggðar sem þurftu því að fá lánsmenn frá Hetti. Það var auðsótt mál og skiptust Héraðsmenn á að spila í rauðu treyjunum til að jafnt væri í liðum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félögin standa fyrir æfingum sem þessum. Fimmti flokkur hefur áður hist og eins hafa verið sameiginlegar æfingar hjá sjötta flokki á árinu.

Myndir: Unnar Erlingsson

hottur 5fl klakaholl web