Markaðsstjóri Austurgluggans/Austurfréttar

Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út vikublaðið Austurgluggann og vefmiðilinn Austurfrétt, leitar að markaðsstjóra.

Hlutverk markaðsstjóra er að halda utan um áskriftir, sölu auglýsinga, dreifingu og markaðssetningu miðlanna. Skrifstofa félagsins er á Egilsstöðum en starfið er auglýst án staðsetningar innan Austurlands. Starfið heyrir undir ritstjóra. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt en gerð er krafa um vinnuframlag á ákveðnum tímum í takt við útgáfu.

Starfið krefst frumkvæði, sjálfstæðra vinnubragða og færni í mannlegum samskiptum. Reynsla af sölumennsku og bókhaldi er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri, í síma 848-1981 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknir, ásamt ferilskrá, skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 16. desember. Starfið er laust frá 1. janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.