Hefurðu gaman af að fylgjast með og segja frá?

Útgáfufélag Austurlands auglýsir eftir blaðamanni í 100% starf frá 1. september. Starfið felur í sér vinnslu efnis fyrir bæði vikublaðið Austurgluggann og vefmiðilinn Austurfrétt.

Menntun og hæfni:

Mjög gott vald á íslensku ritmáli. Færni í ensku talmáli er kostur.
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Þekking og áhugi á Austurlandi og austfirsku samfélagi
Geta til að vinna hratt en nákvæmt og undir álagi
Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna sveigjanlegan vinnutíma og ferðast innan fjórðungs
Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og greiningarhæfni.
Frumkvæði, drifkraftur og sköpunarkraftur
Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á vefumsjónarkerfum kostur.
Auga fyrir ljósmyndun
Áhugi fyrir fjölbreyttri miðlun efnis

Laun eru samkvæmt samningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Staðsetning vinnuaðstöðu verður á Austurlandi en nánar ákveðin í samráði við starfsmann.

Umsóknarfrestur er til 12. júlí. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri í síma 848-1981 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.