„Hljómurinn alveg eins og ég vildi hafa hann“

Snorri Páll Jóhannsson átti sér þann draum um að smíða sinn eigin gítar. Sem skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað lá beint við nýta sér efnivið sem félli til í vinnu Skógræktarinnar. Hann þurfti aðeins að bíða en fann loks efni sem honum þótti tilvalið til smíðinnar.

Lesa meira

Ætlar að brosa í sumar

Eigandi stærsta ferðaþjónustufyrirtækis á Austurlandi reiknar með því að sumarið verði stutt, sérstakt en jafnframt skemmtilegt. Hann hvetur Íslendinga til að nýta hóteltilboð sem munu aldrei sjást aftur með sama hætti og segir að Austfirðingar þurfi að einsetja sér að taka vel á móti gestum og skemmta sjálfum sér um leið.

Lesa meira

Sýnir ljósmyndir í Vallanesi

Jón Guðmundsson, sem mörgum Austfirðingum er af góðu kunnur eftir áralöng störf við kennslu á Héraði, sýnir um þessar mundir ljósmyndir í Vallanesskirkju. Myndirnar tók Jón í og við kirkjuna sem hann segir sér afar kæra.

Lesa meira

„Fólk vill fá öryggisventil á Bessastaði“

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, er þessa dagana á ferð um Austurlandi að heilsa upp á íbúa. Hann segist heyra það á fólki að ferðaþjónustan á svæðinu hafi orðið útundan í aðgerðum til hjálpar greininni. Guðmundur kveðst vilja beita málsskotsrétti forseta í þeim tilfellum sem gjá myndast milli þings og þjóðar.

Lesa meira

Hallormsstaðaskógur heitur um helgina

Útlit er fyrir gott veður hjá þeim fjölmörgu sem stefna á útilegu í Hallormsstaðaskógi um helgina. Búið er að opna öll tjaldsvæði í skóginum en mikið er lagt upp úr því að farið sé að reglum landlæknis um fjarlægðir milli tjalda og fólks.

Lesa meira

Bræðslunni 2020 aflýst

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar, sem halda átti á Borgarfirði eystra síðustu helgina í júlí, hafa ákveðið að halda hátíðina ekki í ár vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Framleiða mjólk úr byggi frá Vallanesi

Byggið sem framleitt er í Vallanesi hefur ekki einungis fest sig í sessi sem söluvarningur eitt og sér, heldur er það stöðugt að verða vinsælla sem afurð í margskonar framleiðslu. Bopp byggflögurnar þekkjum við frá Havarí og nú hefur bæst við byggmjólk. Fyrirtækið Kaja organic framleiðir hana og er hún fyrsta íslenska byggmjólkin.

Lesa meira

Engir Franskir dagar í sumar

Skipuleggjendur bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði hafa tekið ákvörðun um að halda hátíðina ekki í ár í ljósi Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.