Tökulið Clooney lenti á Egilsstöðum

Þota með kvikmyndatökuliði sem starfa mun við gerð nýjustu myndar George Clooney lenti á Egilsstaðaflugvelli í gær. Annasamt hefur verið á vellinum síðustu daga.

Lesa meira

Helgin: Haustroði og bleik messa

Nóg verður um að vera í Herðubreið í dag því Haustroði hefst þar með málverkasýningunni Veröld eftir Rúnar Loft Sveinsson verður opnuð í dag en tónlistarmaðurinn landskunni KK verður einnig með tónleika þar í kvöld. 

Lesa meira

Skorar á fólk að fara í Tónspil

Tónspil í Neskaupstað hefur verið starfandi um árabil og þykir einstök því ekki eru margar álíka verslanir til á landinu. Mörgum þykir afar vænt um búðina og einn af þeim er Norðifirðingurinn Daníel Geir Moritz.  Hann ákvað skora á vini sína og aðra til að taka þátt í Tónspilsáskorunni.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Reyni að vera kurteis og fá fólk til að hlægja

Axel Valsson Fáskrúðsfirðingur og fótboltastrákur með meiru sló rækilega í gegn í vikunni þegar myndband af honum að lýsa af innlifun lokum leiks Leiknis og Fjarðabyggðar í knattspyrnu um síðustu helgi fór eins og eldur um internetið. Axel er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í fyrsta skipti á Eskifirði

Hljómsveitin Valdimar kemur austur og heldur tónleika í Valhöll á Eskifirði næstkomandi laugardag, þann 21. september. Þeir félagar eru vera virkilega spenntir fyrir tónleikunum en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á Eskifirði.

Lesa meira

Spyr börnin í danskennslunni hvað amma þeirra heitir

Þrjátíu ár eru í haust liðin síðan Dansskóli Guðrúnar Smára í Neskaupstað tók til starfa. Guðrún hefur á þessum tíma kennt fleiri en einni kynslóð Austfirðinga að dansa og er enn að undir merkjum skólans.

Lesa meira

Tekist á um opnunartíma Stefánslaugar 

Hrundið hefur verið af stað undirskriftarsöfnun til að fá breytt opnunartíma Stefánslaugar í Neskaupstað breytt þannig að framvegis verði opið frá 10-16 á laugardögum í stað 12-18 eins og er. Skiptar skoðanir eru meðal Norðfirðinga um málið.

Lesa meira

Mesta áskorunin að fá fólk til að tala um sín hjartans mál

Þáttaröðin „Ást“ hefur göngu sína í sjónvarpi Símans í kvöld. Þar er fjallað um ást, sambönd og sambandsslit frá ýmsum hliðum. Hugmyndin að þáttunum kviknað á sama tíma hjá tveimur konum sem þekktust ekkert og bjuggu í sitt hvorum landshlutanum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar