Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vegamótin malbikuð

Vegagerð við ný Norðfjarðargöng er í fullum gangi. Um helgina var lokið við að malbika vegamótin sem tengja Eskifjörð við nýjan Norðfjarðarveg.


Neðra lagið var lagt á síðasta þriðjudag, kantsteinn um eyjar á miðvikudag og efra malbikslagið var lagt á um helgina.

Mesta vinnan síðustu daga hefur verið við vegagerð Eskifjarðarmegin, bæði á nýju leiðinni að göngunum og einnig í tengingu nýja vegarins við þann gamla á leiðinni út í Hólmahálsinn, eins og vegfarendur hafa eflaust orðið varir við. Reynt verður að koma slitlagi á þann kafla fyrir verslunarmannahelgi.

Í jarðgöngunum hafa rafvirkjar unnið af krafti við uppsetningu á strengstigum í loft ganganna, en þeir munu m.a. bera uppi lýsingu ganganna. Einnig er búið að draga út talsvert af strengjum í jörð og undirbúa fyrir uppsetningu ljósaskilta af ýmsum toga á veggjum ganganna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá vinnu við malbikun og steypingu kantsteins við nýja tengingu Eskifjarðar við Norðfjarðarveg. Myndir: Verkfræðistofan Hnit

nordfjardargong 20170717 1 web

nordfjardargong 20170717 2 web

nordfjardargong 20170717 3 web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.