Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Unnið við vegi í Eskifirði

Nú er hafin vinna við vegi og vegamót í Eskifirði og er gert ráð fyrir auknum þunga við þessa vinnu á næstu vikum. Von er á einhverjum truflunum á umverð meðan á því stendur.


Verktakinn mun setja upp ítarlegar merkingar á og við vinnusvæðið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar og fylgja þeim leiðbeiningum sem birtast. Mikilvægt er að hraðatakmarkanir verði virtar og þá má búast við að allt gangi vel.

Í kringum mánaðamótin júní/júlí er reiknað með að ný vegamót hins nýja Norðfjarðarvegar og Eskifjarðarvegar verði malbikuð og verður umferð færð inn á þau að malbikun lokinni.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af framkvæmdasvæðinu í Eskifirði.

nordfjardargong 20170612 4 web

nordfjardargong 20170612 2 web

nordfjardargong 20170612 3 web

nordfjardargong 20170612 1 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.