Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng opnuð 11.11

Norðfjarðargöng verður opnuð formlega laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Ekki verður þó öllum frágangi lokið fyrr en næsta sumar.

„Við höfum gælt við að gera það aðeins fyrr en teljum það nú ekki ráðlegt, enda skemmtilegra að sem mest sé búið þegar opnað er,“ segir Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni.

Verkið stendur nú þannig að sett verður bundið slitlaga á síðasta vegarbútinn í Norðfirði um eða strax eftir helgina. Síðan er eftir ýmiskonar frá gangur vegarins og vinnusvæða, setja upp skilti, vegrið, ljósastaura stikur og mála línur á veginn.

Í göngunum er langt komið að steypa stétt, ljós komin, skilti og búnaður í tæknirými að verulegu leyti. Unnið að ýmsum verkefnum og frágangi, uppsetningu blásara, setja upp kantljós í báða kanta, ganga frá neyðarsímaskápum og fleira.

Eftir er að setja upp lokunarbúnað utan við enda ganga, það er slá með blikkljósum og símaklefa með stjórnbúnaði slökkviliðs.

Síðast en ekki síst er mikil vinna eftir við stjórnkerfið og tengingar á einingum þess. Stjórnkerfið getur ekki verið annað en síðast og við getum ekki opnað göngin nema það sé nokkurn veginn komið í lag. Eins þarf að halda eina brunaæfingu.

Ekki verður öllu lokið 11. nóvember, hvorki inni né úti. Áfram verður haldið að gang frá eftir opnun. Frágangi úti lýkur ekki fyrr en næsta sumar.

Vinnubúðir og skrifstofur í Eskifirði er áætlað að flytja næsta sumar í Dýrafjörð þar sem byrjað er að bora fyrir Dýrafjarðargöngum. Fjarðabyggð hefur keypt eina skemmu en erfitt er að fjarlægja hana fyrr en næsta sumar. Fleira mætti nefna en endað verður á að sá í allt sem raskað hefur verið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.