Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Fyrsta sprengingin á morgun

01102013 4Fyrsta sprengingin við gerð nýrra Norðfjarðargana Eskifjarðarmegin verður á morgun, laugardaginn 12. október 13:00. Nokkrar takmarkanir verða á umferð af þeim sökum.

Stuttu fyrir sprengingu verður Dalbraut lokað við vinnubúðir verktaka og einnig nokkru innan við vinnusvæðið, þar til sprengingu er lokið og öryggi er tryggt á ný.

Þetta stendur væntanlega aðeins í nokkrar mínútur og valda litlum töfum. Gefið verður hljóðmerki fyrir og eftir sprengingu.

Fólki er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá vinnusvæðinu á meðan og virða lokanir verktakans.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.